Risvandamál getur verið risavandamál
Gunnlaugur G. Þorvaldsson hafði samband við Dreifarann á dögunum og vildi segja frá vandamáli sem hafði verið að hrjá hann og konuna hans, Sigurlaugu Tómasdóttur, síðastliðið ár. Dreifarinn tók Lauga tali.
Segðu okkur Gunnlaugur, hvert er vandamálið? -Ég á við risvandamál að stríða, sossum ekkert feimnismál, en þetta getur víst gerst þegar hlutirnir eru komnir á aldur.
Þú segir nokkuð. Og hefur þetta varað lengi? -Þetta byrjaði að gera vart við sig fyrir svona ári síðan, kannski einu og hálfu, ég tók nú varla eftir þessu í byrjun en svo fór þetta að ágerast og á endanum varð konan mín hálf vitlaus á þessu ástandi.
Auðvitað vil ég ekki kafa of mikið í þín einkamál Gunnlaugur en geturðu gefið okkur dæmi? -Þetta er nú ekkert einkamál, en t.d. er þetta sérstaklega slæmt þegar komið er upp í rúm. Þar kemur vandamálið bersýnilegast í ljós. Við erum varla fyrr komin upp í þegar konan byrjar að blotna og fer að kvarta um að ég verði nú að láta fara líta á þetta.
Er þá ekki næsta skref að láta kanna þetta? -Jú, ætli það komi ekki að því, ég þarf nú að fara hringja í smið og láta hann kíkja aðeins á risið, finna hvar vandamálið liggur og þá vonandi hættir að leka!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.