Herjólfur er enginn hrunamaður
Herjólfur Baldursson golfvallarstjóri og frístundaflugmaður fluttist í sveitina fyrir jólin 2008 eða skömmu eftir hrun. Hann hefur frá þeim tíma orðið fyrir barðinu á kellingunni henni Gróu á Leiti og systrum hennar og er ekki sáttur.
-Já, ég fluttist hingað át in ðe kántrý fyrir jólin 2008 og það gerðu margir aðrir, eftir hrunið, bankahrunið sjáðu til, það er talað um flóttann hingað í hreppinn, segir Herjólfur og spýtir orðunum útúr sér. -Ég hafði lagt svolítið monní til hliðar, var í millilandafluginu for mení jers og langaði til að stokka spilin uppá nýtt, taka flugið nær jörðinni jú sí?
Já einmitt, svo þú hefur snúið þér að golfinu? -Eggsakklí, ég hef mikið spilað golf erlendis og veit alveg hvað þarf til að gera golfara ánægða. Ég kann þetta allt saman uppá tíu komma tvo.
En þetta hefur ekki farið eins og þú reiknaðir með? -Nei, þetta lið af mölinni kemur hingað til mín og það er bara með leiðindi, djöfs kjaft maður og ég er ekki að diggetta. Þau eru að gefa í skin að ég hafi eitthvað tekið þátt í þessu krassi þarna um árið, hruninu jú sí? Það er bara kjaftæði.
Og hvað er fólkið að segja? -Æi maður, þetta er svo hrikalega leim eitthvað, en ég er ógeðslega sorrí yfir þessu, ég hélt þetta væru böddís. En þeir kannski koma hérna rosa kammó, taka glottandi í spaðann á mér og segja: Hvað segir hrunamaðurinn, menn bara flottir í sveitinni og eitthvað svona.
En Herjólfur, nú býrðu hérna í Hrunamannahreppi, er þetta ekki bara eðlilegt tal? -Í Hrunamannahreppi segirðu? Ja, haha, ja þú segir nokkuð mæ men, ég var nú ekki búinn að hugsa þetta þannig. Og ég var bara að því kominn að selja allt hafaríið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.