Flippfélag Barðarstrandar kíkir á Krókinn
Hið nýstofnaða Flippfélag Barðarstrandar, á Héraði, sækir Krókinn heim um næstu helgi en meðlimir eru um tíu og allir eiga þeir það sameiginilegt að vera algjörir flipparar.
Feykir heyrði í formanni Flippfélags Barðarstrandar, Þormóði Þuríðarsyni í síma.
Feykir: Hvernig fer dagskrá ykkar fram um helgina?
Þormóður: Tja... við ætlum aðallega að ganga um bæinn og flippa í fólki.
Feykir: Er sem sagt enginn ákveðinn staður sem fólk getur mætt á til að sjá ykkur flippa?
Þormóður: Voff, voff!
Feykir: Fyrirgefðu?
Þormóður: Nei, bara smá flipp.
Feykir: Allt í lagi... ehm, já, hvað segirðu, enginn staður til að mæta á til a sjá flippið?
Þormóður: Nei, við munum dreifa okkur um bæinn og flippa eins og enginn væri morgundagurinn.
Feykir: Og hvað felst í þessu flippi ykkar?
Þormóður: Við klæðum okkur í flippaðar skyrtur og hermum eftir dýrum. Svona aðallega. Sumir okkar kunna að prumpa með handakrikanum og enn aðrir geta myndað setningar á meðan þeir ropa.
Feykir: Jahá... og kostar eitthvað að sjá ykkur flippa?
Þormóður: Oink, oink, oink, muuuuu!
Feykir: Jájá... þá bara þakka ég þér fyrir samtalið.
Þormóður: Já, prump og kúkur.
Feykir: Þú ert nú meiri flipparinn!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.