Aðsent efni

Rétttrúnaður sem sviptir okkur þjónustu

Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Rétttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins.
Meira

Af hverju Samfélagsbanki?

Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn.
Meira

Ert þú raunverulega að hugsa um eigin hagsmuni og lýðræðislegu réttindi í þessum kosningum?

Flest gefum við okkur þá staðreynd að við búum í lýðræðislegu samfélagi, það er eiginlega hluti af næstum sjálfgefinni sjálfsmynd okkar. Að búa í vestrænu velferðarríki þar sem allt fer eftir lýðræðislegum lögum og reglum sem engin getur breytt til hagsbóta fyrir sjálfan sig eða tengda hagsmunaaðila. Margir hafa staðið í þeirri trú að við byggjum í nokkurn veginn stéttlausu jafnaðarsamfélagi en sú mynd hefur að vísu horfið úr félagsvitund landans í takt við hraðvaxandi misskiptingu og harðandi baráttu hópa sem telja sig hlunnfarna af eðlilegri skiptingu landsgæða.
Meira

Róttæk byggðastefna í boði Vinstri grænna

Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna.
Meira

Reynsla og traust

Reynsla og þekking á málefnum Norðvesturkjördæmis skiptir miklu máli þegar velja skal á milli margra ágætra einstaklinga til Alþingis. Ég hef setið á Alþingi í 12 ár og lagt mig fram við það að vinna að bættum búsetuskilyrðum um land allt og að hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Ég sit nú í baráttusæti og treysti því að kjósendur treysti mér áfram til góðra verka.
Meira

Jöfnum búsetuskilyrði og réttum hlut sjávarbyggða

Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.
Meira

„VELSÆLDIN“ Í „LANDI TÆKIFÆRANNA“

Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera?
Meira

Aldraðir eru líka fólk!

Lög voru sett á Alþingi þann 31. desember 1999 sem fólu í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi, eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er í lögunum lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt.
Meira

Breytum sjávarútveginum á laugardaginn

Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin.
Meira

Látum ekki kúga okkur lengur í krafti einokunar og auðs!

Þar sem atvinnulíf er einhæft ráða eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti einokunar og auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni?
Meira