Vilt þú taka þátt?

Flokkur heimilanna er flokkur allar heimila í landinu og hefur það að meginmarkmiði að standa vörð um þeirra hag og velferð. Við eigum öll heimili og heimilin eru hornsteinn í hverju þjóðfélagi. Við skorum á þig kjósandi góður að stíga fram og taka þátt.

Skorum á þig að taka þátt í að verja:

  • •          Heimilin í landinu,
  • •          Heilbrigðiskerfið í landinu,
  • •          Menntakerfið í landinu,
  • •          Auðlindirnar í landinu,
  • •          Fyrirtæki og iðnað í landinu,
  • •          Landbúnaðinn í landinu,
  • •          Náttúru og ferðaþjónustu í landinu.

 

Vilt þú taka þátt í að koma í veg fyrir að næstu fjögur ár snúist um að verja bankakerfið og fjármagnseigendur?

Vilt þú að næstu fjögur árin verði skjaldborg um flokkana sem lofa því að með inngöngu í Evrópusambandið verði öll okkar vandamál úr sögunni?

Vilt þú taka þátt í því að gefa lífeyrissjóðunum áframhaldandi fríspil til að fjárfesta í bönkum og fyrirtækjum sem eru í raun einskis virði í stað þess að sinna því hlutverki sem þeim var ætlað?

Vilt þú taka þátt í að veita flokkunum sem nú sitja á þingi aftur brautargengi, flokkum sem hafa haft fjögur ár til að vinna fyrir þig og þína en hafa ekki gert það, þvert á móti.

Vilt þú taka þátt í að láta aðkeyptar skoðanakannanir ráða því hver fer með völdin í landinu næstu fjögur árin ?

Skoðanakannanir sem útiloka þrjátíu og sjö þúsund manns frá þátttöku.

Þrjátíu og sjö þúsund ellilífeyrisþega sem dæmdir eru óhæfir til að taka þátt. Fólkið sem vann hörðum höndum að því að byggja upp íslenskt samfélag svo við og þeir sem á eftir okkur koma geti búið við betri kjör en það sem þeim bauðst.

Stóra spurningin kjósandi góður er:  Ert þú tilbúinn að standa með sjálfum þér, heimilunum, heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, fyrirtækjum og iðnaði, landbúnaði, ferðaþjónustu og öllum þeim sem bíða eftir réttlátum aðgerðum til hagsbóta fyrir Íslenskan almenning?

Ef svo er þá velur þú Flokk Heimilanna á kjörseðlinum  laugardaginn 27. apríl.

X-I Flokkur Heimilanna.

Pálmey Gísladóttir

Oddviti fyrir Flokk heimilanna í Norðvestur kjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir