Nauðsynlegar aðgerðir í þágu aldraðra og fatlaðra
Ég hvet þig til þess að kynna þér stefnuskrá XG Hægri grænna, flokks fólksins, en hana má finna á xg.is. Þar munt þú m.a. sjá eftirfarandi atriði sem að flokkurinn leggur mikla áherslu á í málefnum aldraðra og öryrkja.
1. Lágmarkslaun verði lögboðin 17.06.2013 í kr. 240.000 á mánuði til þess að byrja með
2. Skattleysismörk verði hækkuð í kr. 200.000 á mánuði 17.06.2013
3. Afnám allra skerðinga TR 17.06.2013. Auðlegðarskatturinn afnuminn
4. Endurgreiðsla launaskerðinga frá 2009 17.06.2013
5. 20% flatur skattur 01.01.2014
6. Afnám á tollum og vörugjöldum á skóm, fatnaði, stoðtækjum og lyfjum 01.01.2014.
7. Lífsnauðsynleg stoðtæki verði sjúklingum að kostnaðarlausu 01.01.2014
8. Lífeyrisréttindi verði erfanleg strax
9. 1% af iðgjöldum lífeyrissjóða hvers árs verði notuð til byggingar nýrra búsetuúrræða og eldri lagfærð. Allir í sérbýli með snyrtingum og hjón búi saman
Þetta eru ráðstafanir sem að Hægri grænir munu koma á ef þeir fá nægilega styrk og afl kjósenda til þeirra. Allt ofangreint mun augljóslega verða öllum viðkomandi mjög til góðs. Ef að þú villt stuðla að betri kjörum fyrir þetta fólk settu þá X við G í kosningunum.
Kjartan Örn Kjartansson
Höfundur er varformaður Hægri grænna, flokks fólksins
og í 1. sæti listans í Reykjavík norður
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.