Framsókn fyrir atvinnulífið

Framsókn leggur áherslu á öflugt og vel rekið atvinnulíf.  Atvinnulíf sem skapar fjölbreytt störf.  Framsókn leggur áherslu á að rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði gert einfaldara og skilvirkara.  Atvinna er undirstaða vaxtar og velferðar og því er það forgangsverkefni að fjölga atvinnutækifærum.

Í janúar mældist atvinnuleysi á Íslandi 5,8 prósent sem er aukning frá mánuðnum á undan. Þessar prósentur sýna hlutfall skráðra atvinnulausra af vinnuafli.  Þetta þýðir að rúmlega 12 þúsund manns eru án vinnu hér á Íslandi.  Tæpur helmingur þeirra hafa verið án vinnu í sex mánuði eða lengur.  Auk þessa hóps sem hér er nefndur misstu um 1500 manns bótarétt um s.l. áramót og þurfa nú að sækja bætur sveitarfélags síns.

Ef við skoðum þessa prósentutölu yfir atvinnuleysi, sem er 5,8 prósent samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni, þá er þörfin fyrir atvinnu mun meiri en þessar tölur sýna fram á.  Það tel ég vera vegna þess að fjöldi fólks vinnur erlendis því atvinnutækifærin eru ekki næg hér heima.  Auk þess hefur fjöldi fólks sótt nám undanfarin ár, til þess að auka atvinnutækifærin að námi loknu.

En nú þarf að bregðast við.  Námsmennirnir sem hófu nám á „hrunárunum“ eru að ljúka því á næstu misserum, þeir sjá margir fram á atvinnuleysi ef staðan verður áfram sú sama hér á landi og hefur verið.

Við viljum fá fólkið okkar heim, sem stundar vinnu erlendis.  Við viljum fá fólkið heim í fjölbreytt störf.  Fólkið heim sem borgar skatta og gjöld í íslenskan ríkissjóð.

Íslenskur ríkissjóður þarf á því að halda!

Elsa Lára Arnardóttir skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir