Ég fagna stækkun Árskóla
Þann 7. mars var samþykkt á fundi sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hefja framkvæmdir við stækkun Árskóla á Sauðárkróki. Ég fagna þeirri ákvörðun meirihlutans að fara að tillögum Sjálfstæðismanna og áfangaskipta framkvæmdum við stækkun Árskóla á Sauðárkróki.
Einnig er fagnaðarefni að farið var að tillögum Jóns Magnússonar oddvita Sjálfstæðismanna, sem hann kom með í aðdraganda síðustu kosninga, að byggja ofaná íþróttahúsið og komast þar með hjá að skerða íþróttasvæðið norðan skólans undir byggingar.
Með þessum framkvæmdum er hægt setja allan Árskóla undir eitt þak og skapast af því mikið hagræði. Við það gjörbreytist vinnuaðstaða nemenda og starfsfólks.
Ég óska nemendum og starfsfólki Árskóla innilega til hamingju með ákvörðun sveitastjórnar.
Sigríður Svavarsdóttir
Sveitarstjórnarfulltrúi og fulltrúi í Fræðslunefnd
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.