Bestu þakkir!
Nú að afstöðnum kosningum vilja frambjóðendur á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi þakka kjósendum sínum veittan stuðning og það traust sem skilaði okkur þeim árangri að hægt verður að byggja á og efla í framhaldinu.
Það var vissulega á brattan að sækja en við fundum vel fyrir góðum hljómgrunni fyrir okkar stefnumálum og að brýnt væri að Vinstri græn hefðu áfram styrk inni á Alþingi til þess að fylgja þeim eftir og hefðu þingmann í kjördæminu.
Þetta tókst og við munum nú þétta raðirnar og vinna að framgangi stefnumála okkar og byggja upp félagsstarfið í kjördæminu.
Bestu þakkir til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn með einum eða öðrum hætti og nú eflum við samstöðuna og komum enn sterkari aftur til leiks.
Fyrir hönd framboðslista Vinstri grænna í NV – kjördæmi Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.