Vísindi og grautur á föstudaginn

Föstudaginn 26. mars klukkan 13 mun dr. Jessica Aquino, lektor ferðamáladeildar Háskólans á Hólum flytja erindi í fyrirlestraröð Vísinda og grautar. Erindi hennar ber heitið The Garden Project: Approaches to Youth Community Development and Placed-Based Education og fjallar um rannsóknaverkefni í samfélagsþróun þar sem unglingar eru í forgrunni sem hún vinnur að á Norðurlandi vestra.

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum heldur úti fyrirlestraröð á hverjum vetri undir heitinu Vísindi og grautur en vegna Covid-19 hefur hún verið flutt á netið og því aðgengileg öllum áhugasömum.

Fyrirlestur Jessicu er sá fimmti þennan veturinn og verður hann fluttur ensku en hægt er að nálgast hann HÉR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir