Vísindi og grautur á fimmtudaginn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.10.2021
kl. 18.16
Fyrirlestur verður í fyrirlestraröðinni Vísindi og grautur á vegum ferðamáladeildar Háskólans á Hólum fimmtudaginn 7. okt. milli 9-10. Fyrirlesari er Robert O. Nilsson, doktorsnemi í Landfræði hjá Umeå háskóla í Svíþjóð. Fyrirlesturinn nefnist „Artification through naming and language use“.
Hugtakið „heimskautasvæði“ er sífellt meira notað af ferðaþjónustuaðilum til markaðssetningar. Fyrirlesturinn fjallar um hvernig þessi breytta málnotkun umhverfir sýninni á hvaða svæði teljast heimskautasvæði og hvernig hún getur haft áhrif á samfélagsgerð þessara svæða. Fyrirlesturinn verður haldinn í hátíðarsal háskólans og er opinn öllum.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.