Veggöng undir Öxnadalsheiði vænlegasti kosturinn
Gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði talinn vænlegasti kostur vegtengingar milli Norðausturlands og suður- og vesturhluta landsins af þeim sem þátt tóku í skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir Samgöngufélagið dagana 27. ágúst til 23. september sl. Gerð nýs vegar um svonefnda Húnavallaleið sunnan Blönduóss þótti einnig vænlegur kostur. Rímar þetta við kannanir fyrri ára.
Í könnuninni var spurt: „Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir til breytinga á vegasamgöngum milli Norðausturlands og suður- og vesturhluta landsins. Vinsamlegast merktu við að hámarki þrjá kosti sem þú telur vænlegast að ráðist verði í, fyrst þann kost sem þú telur vænlegastan og svo koll af kolli (þeir kostir sem taldir voru röðuðust tilviljanakennt upp og voru sem hér segir:
• Þverun Hrútafjarðar milli Reykjaskóla og Laxárdalsheiðar
• Gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði
• Gerð nýs vegar um svonefnda Húnavallaleið sunnan Blönduóss
• Gerð 4,7 km vegganga milli Siglufjarðar og Fljóta
• Gerð 15 til 20 km vegganga undir Tröllaskaga milli Sauðárkróks og Akureyrar
• Gerð nýs vegar um svonefnda Vindheimaleið sunnan Varmahlíðar í Skagafirði. “
Könnunin tók til íbúa í póstnúmerum 550 til 690 eða sveitarfélögunum frá Fjallabyggð til Vopnafjarðar og var úrtakið 585 manns. Fjöldi sem svaraði var 294, fjöldi þeirra sem tók afstöðu var 241 en 53 tóku ekki afstöðu.
Helstu niðurstöður voru sem hér segir:
Vænlegasti kostur:
43% Gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði
27% Gerð nýs vegar um svonefnda Húnavallaleið sunnan Blönduóss
14 % Gerð 15 til 20 km vegganga undir Tröllaskaga milli Sauðárkróks og Akureyrar
12% Gerð 4,7 km vegganga milli Siglufjarðar og Fljóta
2% Gerð nýs vegar um svonefnda Vindheimaleið sunnan Varmahlíðar í Skagafirði
2% Þverun Hrútafjarðar milli Reykjaskóla og Laxárdalsheiðar.
Hlutfall sem nefnir kost:
72,9% Gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði
64,9% Gerð nýs vegar um svonefnda Húnavallaleið sunnan Blönduóss
38,9% Gerð 15 til 20 km vegganga undir Tröllaskaga milli Sauðárkróks og Akureyrar
36,9% Gerð 4,7 km vegganga milli Siglufjarðar og Fljóta
33,3% Gerð nýs vegar um svonefnda Vindheimaleið sunnan Varmahlíðar í Skagafirði
13,3% Þverun Hrútafjarðar milli Reykjaskóla og Laxárdalsheiðar.
Í tilkynningu frá Samgöngufélagsins segir að skoðanakannanir sem þessi séu auðvitað háðar ýmsum óvissuþáttum sem hafi áhrif eins og t.d. búsetu innan svæðis T.d. virðist, sem eðlilegt má telja, mun meiri áhugi hjá íbúum norðan Akureyrar á gerð ganga milli Siglufjarðar og Fljóta en hjá íbúum austan Akureyrar.
„Á hinn bóginn virðist sterkur vilji til að ráðist verði í gerð ganga undir Öxnadalsheiði og Húnavallaleið virðist einnig á óskalista margra. Einnig er áhugavert að 20% þeirra sem svara taka ekki afstöðu. Vonandi nýtist þessi könnun þó eitthvað til stefnumótunar í framtíðinni og sem grundvöllur umræðna fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári um næstu stórverkefni í vegagerð sem nýtast landshlutanum. Erindi þetta er send nokkrum þingmönnum, fjölmiðlum, sveitarstjórum o.fl.“
Nálgast má könnunina á vef Samgöngufélagsins
Tengd frétt: Flestir hlynntir gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.