Vænasta vetrarveður á gamlársdag en hvellur í ársbyrjun

Útsýnið frá skrifstofu Feykis morgun kl. 10:05. MYND: ÓAB
Útsýnið frá skrifstofu Feykis morgun kl. 10:05. MYND: ÓAB

Það er hið ágætasta vetrarveður á Norðurlandi vestra í dag eins og sést á myndinni sem hér fylgir sem tekin var upp úr tíu í morgun. Veður stillt og víða heiður himinn, frost frá tveimur og niður í tíu stig. Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri á morgun, gamlársdag, en nánast um leið og nýtt ár gengur í garð skellur víða á norðaustanstormur en ekki er gert ráð fyrir úrkomu fyrr en á sunnudag.

Gert er ráð fyrir að vindur fari víða yfir 20 m/sek á nýársdegi. Það dregur úr vindi um hádegi á sunnudag en sennilega er óhætt að vara fólk við að vera ekki mikið á ferðinni á laugardag eða í það minnsta fylgjast vel með fréttum af veðri og færð.

Það ætti þó að viðra vel til flugeldaskothríðar á gamlárskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir