Uppbyggingasjóður SSNV auglýsir eftir umsóknum
Enn er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð SSNV, sem ætlaður er einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum, stofnunum eða sveitarfélögum með lögheimili á Norðurlandi vestra.
Öll verkefni sem snúa að menningarviðburðum, atvinnuþróun og nýsköpun eiga erindi við sjóðinn. Í tilkynningu frá samtökunum eru fyrirtæki á svæðinu hvött til að sækja um því oft leynast innan þeirra mikil atvinnuþróun og nýsköpun sem fellur undir skilyrði sjóðsins. Má í því samhengi m.a. nefna styrk til þróunar á nýjum vörum eða viðburðum, markaðsátak, heimasíðugerð o.fl.
HÉR er hægt að nálgast úthlutunarreglur sjóðsins og kynna sér málið nánar en einnig er sjálfsagt að heyra í starfsmönnum SSNV og fá ráðleggingar um umsóknarferlið. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2022. Hægt er að sækja um HÉR
Rafrænn kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra var haldinn þann 13. október og er hægt að kíkja inn á hann í spilaranum hér fyrir neðan:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.