Tónleikar Skagfirska kammerkórsins um helgina

Skagfirski kammerkórinn,Kammerkór Norðurlands,Sinfóníetta Vesturlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, einsöngvari Helga Rós Indriðadóttir, Langholtskirkja október 2018. Magnificat eftir John Rutter. Mynd af Facebooksíðu Kammerkórs Skagafjarðar.
Skagfirski kammerkórinn,Kammerkór Norðurlands,Sinfóníetta Vesturlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, einsöngvari Helga Rós Indriðadóttir, Langholtskirkja október 2018. Magnificat eftir John Rutter. Mynd af Facebooksíðu Kammerkórs Skagafjarðar.

Skagfirski kammerkórinn heldur sína árlegu jólatónleika í Blönduóskirkju í kvöld, föstudaginn 17. desember kl. 20.00, og í Hóladómkirkju á sunnudaginn 19. desember kl.16.00 og kl. 18.00. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og segir Svanhildur Pálsdóttir, ein kórsöngvara, að kórinn muni flytja jólalög allt frá miðöldum til okkar tíma, mörg sem heyrast ekki oft.

Sérstakir gestir verða Áróra Ingibjörg Birgisdóttir, Emilia Kvalvik Hannesdóttir, Hallgerður Harpa V. Þrastardóttir, Harpa Sóllilja Guðbergsdóttir, Heiðdís Rós Hafrúnardóttir, Matthildur Ingimarsdóttir og Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir.
Stjórnandi er Helga Rós Indriðadóttir og og organisti Rögnvaldur S. Valbergsson.

Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en í Blönduóskirkju eru frjáls framlög til styrktar orgelsjóði og vegna samkomutakmarkana þarf að bóka sæti á tónleikana í Hóladómkirkju í síma 8462582. Grímuskylda er í kirkjunum og eins metra fjarlægðamörk milli óskyldra aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir