Tjón varð á bryggjunni á Blönduósi í óveðrinu í síðustu viku
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
06.10.2021
kl. 13.28
Það fór sennilega ekki framhjá neinum að ansi leiðinlegt veður var á norðanverðu landinu í síðustu viku og urðu ýmsir fyrir skakkaföllum, þó aðallega inn til sveita þar sem nokkur fjöldi fjár drapst vegna ofankomunnar sem fylgdi þessu veðri.
Frá þessu er greint á Húni.is en þar segir að einnig hafi nokkurt tjón orðið á bryggjunni á Blönduósi en sjaldan hefur sjórinn gengið eins mikið yfir varnargarðinn norðan við bryggjuna eins og í síðustu viku.
„Bryggjan hefur látið nokkuð á sjá undanfarin ár og áratugi og er því mikil viðhaldsþörf komin á bryggjuna. Þegar þetta er ritað hefur aðeins verið lagað til á bryggjunni,“ segir á Húni.is en þar er hægt að nálgast fleiri myndir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.