Þrjár „T137 kindur“ bætast í hópinn á Sveinsstöðum
Enn berast góðar fréttir úr herbúðum þeirra er rannsaka og leita að verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé því nú hafa fundist þrjár kindur til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137 sem er talin mögulega verndandi arfgerð.
„Þar með er vitað um níu lifandi gripi með þessa arfgerð hér á landi. Sex kindur eru á Sveinsstöðum og þrjár á bænum Straumi í Hróarstungu. Tvær af þessum Sveinsstaðakindum eru náskyldar þeim kindum sem áður voru greindar þar á bæ með arfgerðina. Þriðja kindin er hins vegar fremur fjarskyld, sem er áhugavert og jafnframt mjög jákvætt að finna fleiri ættarlínur sem með T137,“ segir í frétt Eyþórs Einarssonar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.
Ærnar sem nú hafa bæst í T137 hópinn eru:
Tombóla 15-115 F: Stæltur 14-702 frá Sveinsstöðum M: 08-821 frá Sveinsstöðum
Trygglind 17-107 F: Skratti 16-733 frá Sveinsstöðum M: Tignarleg 14-010 frá Sveinsstöðum (Ber T137).
Tara 20-059 F: Kristján 18-711 frá Sveinsstöðum M: 17-107 Trygglind frá Sveinsstöðum (Ber T137)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.