Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar

Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson. Mynd: vidreisn.is
Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson. Mynd: vidreisn.is

Velheppnuðu rafrænu landsþingi Viðreisnar lauk í gær með kjöri Daða Más Kristóferssonar sem varaformanns Viðreisnar en áður hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verið endurkjörin formaður flokksins. Í stjórn voru kjörin: Axel Sigurðsson, Benedikt Jóhannesson, Elín Anna Gísladóttir, Jasmina Vajzovic Crnac og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Tveir varamenn í stjórn eru Karl Pétur Jónsson og Sonja Sigríður Jónsdóttir.

Formenn málefnanefnda eru:
Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður atvinnumálanefndar
Gunnar Karl Guðmundsson, formaður efnahagsnefndar
Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður heilbrigðis- og velferðarnefndar
Geir Finnsson, formaður innanríkisnefndar
Oddný Arnarsdóttir, jafnréttisnefndar
Hildur Betty Kristjánsdóttir, formaður mennta- og menningarnefndar
Jón Þorvaldsson, formaður umhverfis- og auðlindanefndarBenedikt Kristjánsson, formaður utanríkisnefndar.

Í tilkynningu frá Viðreisn segir að um fyrri hluta landsþingsins sé að ræða en fyrirhugað er að ljúka málefnahluta landsþings eftir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir