Þeir einstaklingar sem keppa fyrir hönd FNV í Gettu betur í janúar

Alexander Victor, Steinunn Daníella og Atli Steinn en þau keppa fyrir hönd skólans í Gettu betur í janúar.
Alexander Victor, Steinunn Daníella og Atli Steinn en þau keppa fyrir hönd skólans í Gettu betur í janúar.

Á vef Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra segir að eftir úrtökupróf fyrir Gettu betur í lok ágúst var myndaður sex manna æfingahópur sem hefur æft tvisvar í viku síðan í byrjun september. Sú breyting hafi orðið á fyrirkomulagi Gettu betur innan skólans að nemendur æfa nú á skólatíma, nýtast slíkar æfingar mun betur en æfingar á kvöldin og um helgar. Þennan hóp skipa þau Auður Ásta Þorsteinsdóttir, Matthias Sigurðsson, Daníel Smári Sveinsson, Alexander Victor Jóhannesson, Steinunn Daníella Jóhannesdóttir og Atli Steinn Stefánsson.

Í skólanum hefur skapast sú hefð að nemendur æfingahópsins kjósa þá þrjá einstaklinga sem keppa fyrir hönd skólans í sjálfri Gettu betur keppninni sem hefst 8. janúar n.k. Þeirri kosningu er nú lokið og munu þau Alexander Victor, Steinunn Daníella og Atli Steinn keppa fyrir hönd skólans.

Æfingar halda svo áfram að fullum krafti fram að keppninni sjálfri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir