The phoenix factor – Fönix áhrifin
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og Nes listamiðstöð bjóða til fyrirlesturs breska fræðimannsins David Kampfner, frá Háskólasetri Vestfjarða, í Gamla kaupfélaginu á Skagaströnd mánudaginn 14. júní kl. 17. Fyrirlestur Davids nefnist Finding the Phoenix Factor: Industrial Heritage Conservation in Iceland.
Í tilkynningu frá Nes listamiðstöð kemur fram að Kampfner muni skoða iðnminjar sem fengið hafa nýtt hlutverk með áherslu á áhrif þeirra á efnahagslegar og félagslegar breytingar.
„Um alla Evrópu hafa iðnminjar orðið mikilvægur þáttur í byggðaþróun og endurnýjun atvinnulífs. Fram að þessu hefur þó þáttur þeirra í breytingum á Íslandi verið vanmetinn.
Sextán minjastaðir á mismunandi stigum endurnýtingar voru skoðaðir. Einnig niðurstöður úr 50 viðtölum við aðila tengda málefninu, sem tekin voru frá september 2019 til janúar 2021.
Rannsókn Kampfner setur fram tillögur að stefnumótun varðandi aðgerðir til að styðja við varðveislu 20. aldar iðnminja á Íslandi og hvernig varðveislan gæti í framtíðinni tengst ferðaþjónustu og skipulagsstefnum. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku og er öllum opinn,“ segir í tilkynningunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.