Beinin sem sem fundust á Skaga reyndust ekki vera mannabein
Í gær fundust bein í fjörunni við bæinn Víkur á Skaga sem talinn voru vera mannabein. Ábúandi á bænum tilkynnti um fundinn og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að leita umhverfis fjöruna en fundu ekkert sem gæti tengst beinunum.
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðulandi vestra telur að um handlegg sé að ræða, en það sé þó óstaðfest. Beinin verða send suður til kennslanefndar ríkislögreglustjóra.
Það er RÚV sem greindi fyrst frá fundinum.
Uppfært:
Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra, staðfesti í samtali við fréttastofu stöðvar 2 að beinin reyndust ekki vera úr manni.
Hann segir að óljóst sé úr hverju beinin séu, en telur líklegt að um selabein sé að ræða.
"Afturhreifinn er ansi líkur handleggsbeinum úr manni. Það er ekki óalgengt að bæði bein úr stórum álftum og selshræjum seú mistekin sem mannabein," sagði Runólfur í samtali við stöð 2.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.