Takmörkun á skólastarfi FNV

Stjórnendur Fjölbrautaskólans með grímu, Kristján Bjarni Halldórsson, Ingileif Oddsdóttir og Þorkell Þorsteinsson. Mynd: fnv.is.
Stjórnendur Fjölbrautaskólans með grímu, Kristján Bjarni Halldórsson, Ingileif Oddsdóttir og Þorkell Þorsteinsson. Mynd: fnv.is.

„Samkvæmt 5. grein reglugerðar 958/2020 er skólastarf heimilt í öllum byggingum framhaldsskóla að því tilskildu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst eins metra fjarlægð sín á milli og hámarksfjöldi nemenda í hverri kennslustofu fari ekki yfir 30. Blöndum nemenda á milli hópa er ekki heimil,“ segir á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en það þýðir að allt almennt bóklegt nám færist í fjarfundakerfið Teams í skólanum.

Kennsla í skóla verður þó áfram á iðnbrautum, hestabraut, starfsbraut, kvikmyndagerð, námi fyrir grunnskólanema og helgarnámi í húsasmíði, rafvirkjun og sjúkraliðanámi.

Nemendur í dreifnámi mæta áfram í dreifnámsstofur á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík og þeir kennarar og nemendur sem mæta í skóla skulu nota grímur.

Nemendur í bóknámi, sem stunda nám eingöngu í gegnum Teams, sækja verklega íþróttatíma samkvæmt stundaskrá en nemendur í staðnámi sækja ekki verklega íþróttatíma. Kennarar nemenda í Þreksportstímum og jóga munu hafa samband við sína nemendur um útfærslu. Þá verður heimavistin opin en gestir ekki leyfðir.

Sjá nánar á Fnv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir