Stefán Vagn Stefánsson efstur Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi
Talningu atkvæða í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmivestra lauk í gærkvöldi en tíu aðilar gáfu kost á sér í póstkosningunni. Kosið var um fimm efstu sæti listans fyrir komandi alþingiskosningar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögreglumaður á Sauðárkróki, hlaut flest atkvæði.
Í tilkynningu frá kjörstjórn segir að á kjörskrá hafi verið 1995 manns og kosningaþátttakan 58 %.
Þau sem hlutu kosningu voru:
Stefán Vagn Stefánsson sem hlaut 580 atkvæði í fyrsta sæti, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir 439 atkvæði í fyrsta og annað sæti og Halla Signý Kristjánsdóttir, sem setið hefur á þingi frá 2017, fékk 418 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Friðrik Már Sigurðsson hlaut svo 526 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti og Iða Marsibil Jónsdóttir 563 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.