Stebbi Jak með tvenna tónleika á Stór-Þverárfjallssvæðinu

Allt mjakast í rétta átt með sóttvarnatakmarkanir og hver viðburðurinn rekur annan í flóru skemmtanabransans nú um stundir. Skagfirðingar geta valið úr fjölda viðburða eins og Feykir greindi frá fyrr í vikunni og því til viðbótar hafa Ljósheimar boðað komu eðalsöngvarans úr Dimmu, Stebba JAK á morgun föstudag. Stebbi er á ferðalagi um landið og skemmtir fólki með broti af bestu lögum í heimi ásamt léttu gríni.

Stebba til halds og trausts verður hinn hæfileikaríki og hressi Hafþór Valur og á dagskránni verða ýmsar sakbitnar sælur (guilty pleasures), epík og singalong og hressilegt spjall um allt milli himins og jarðar. Frábærri kvöldstund er lofað sem engan svíkur.

Úr Skagafirðinum fara þeir félagar vestur yfir fjall og verða í Félagsheimilinu á Blönduósi á laugardagskvöld.

Þetta eru tónleikar sem engin má missa af en miðasala fer fram á TIX

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir