SSNV dregur út nöfn tveggja vinningshafa
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.12.2021
kl. 13.52
Tveir heppnir vinningshafar fengu 10 þúsund króna gjafabréf í Sölubíl smáframleiðenda sem fer um héruð reglulega og selur gómsætan varning beint frá býli. Mynd af FB síðu Vörusmiðju BioPol.
Þátttakendum í könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á Norðurlandi vestra var gefinn kostur á að skrá netfang sitt og fara í lukkupott en eins og fram kemur á vef SSNV voru vinningar ekki af verri endanum. Dregið var um tvö 10 þúsund króna gjafabréf í Sölubíl smáframleiðenda sem fer um héruð reglulega og selur gómsætan varning beint frá býli.
Vinningshafarnir voru Valur Valsson, Áshildarholti í Skagafirði og Sigurður Erlendsson, Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu.
Minnt er á jólaferð sölubílsins sem verður 13.-18. desember en hægt er að fylgjast með tíma- og dagsetningum á hverjum stað á Facebook síðu Vörusmiðjunnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.