Smit kórónuveirunnar fari hægt fækkandi

Mynd af FB-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Mynd af FB-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Alls eru þrír í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19 smita og fjórir í sóttkví. Tveir þeirra veiku eru staðsettir í Húnaþingi vestra, í póstnúmerinu 531, og einn á Sauðárkróki. Í sóttkví eru tveir í á Skagaströnd og sitthvor í Húnaþingi vestra í póstnúmerunum 500 og 531. Á Covid.is segir að sex sæti sóttkví á svæðinu en ástæðan getur verið sú að viðkomandi eigi lögheimili á Norðurlandi vestra en er ekki staddur þar.

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra er birt tafla smitaðra og þeirra er sæta sóttkví og er athygli vakin á því að þrátt fyrir að fram komi að í umdæminu séu einstaklingar í einangrun þýði það ekki endilega að viðkomandi hafi smitast þar.

„Og reyndar er það þannig í þessum tilfellum með þá aðila sem þarna um ræðir. Smitin eru tilkomin af öðrum svæðum. Einnig getur það gerst að einstaklingur skráist í einangrun á Norðurlandi vestra þar sem hann á lögheimili en er í einangruninni engu að síður annars staðar. Þessa hluti er reynt að leiðrétta eins og hægt er jafn óðum,“ segir á FB-síðu lögreglunnar. Taflan segir stöðuna eins og hún var í gær 30.september en önnur tafla verður gefin út á sama tíma í næstu viku, svo framar að ekkert breytist.
Á Covid.is má sjá að tveir eru nú á á gjörgæslu og 551 í einangrun á landinu öllu en alls 1.747 eru í sóttkví. Af þeim 2.728 sem smitast hafa frá 28. febrúar 2020 hafa tíu látist öll í fyrstu bylgju fársins.

Myndin sýnir þróun greindra innanlandssmita á Íslandi frá 11. september 2020 og spá fyrir næstu þrjár vikur. Efra grafið sýnir nýgreind smit og neðra grafið sýnir uppsafnaðan fjölda smita. Punktarnir á myndunum sýna raunverulegan fjölda smita samkvæmt nýjustu gögnum. Mynd: covid.hi.is.

Rýnt í faraldur COVID-19 á Íslandi

Myndin sýnir þróun greindra innanlandssmita á Íslandi frá 11. september 2020 og spá fyrir næstu þrjár vikur. Efra grafið sýnir nýgreind smit og neðra grafið sýnir uppsafnaðan fjölda smita. Punktarnir á myndunum sýna raunverulegan fjölda smita samkvæmt nýjustu gögnum. Mynd: covid.hi.is.

Vísindafólk frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala hafa unnið að gerð spálíkans um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi að beiðni sóttvarnalæknis og er fyrsta innanlandssmitið í þriðju bylgju miðað við 11. september en þá voru samkomur takmarkaðar við 200 manns og eru enn.

Spá fyrir þróun greindra COVID-19 smita hérlendis næstu þrjár vikurnar bendir til þess að nýgreindum smitum fari hægt fækkandi og telja sérfræðingar líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita næstu daga verði á bilinu 20 til 40 á dag, en gætu orðið hátt í 70 nýgreind smit, þó á því séu minni líkur.

„Eftir þrjár vikur er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á bilinu 10 til 30 á dag, en gætu orðið hátt í 60 nýgreind smit. Í þessari bylgju er uppsafnaður fjöldi 509 smit (frá 11. september) en eftir þrjár vikur er líklegt að uppsafnaður fjöldi smita verði á bilinu 800 til 1100 tilvik en gæti orðið allt að 1650 smit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir