Skotvís vill að aukaveiðihelgi verði bætt við í desember
Stjórn SKOTVÍS, Skotveiðifélag Íslands, fundaði í gær með Umhverfisstofnun um tillögur félagsins að aukaveiðihelgi verði bætt við í desember vegna áhrifa COVID faraldursins á veiðihegðan veiðimanna. Einnig var farið fram á að friðun á SV landi verði aflétt seinustu tvær helgarnar. „Ljóst er að veiðimenn hafi farið eftir tilmælum um að halda ferðalögum í lágmarki og mjög rólegt hefur verið á veiðislóð,“ segir í fésbókarfærslu stjórnarinnar.
„Í ljósi þess að leyfilegur fjöldi veiðidaga hefur ekki áhrif á heildar sókn í stofninn, að mati Umhverfisstofnunar og NÍ, er mikið rými til að bæta við tveimur dögum í desember. Það eru fordæmi fyrir því enda bætti núverandi Umhverfisráðherra við aukahelgi árið 2018 með stuttum fyrirvara.
SV-horn landsins hefur verið friðað frá árinu 2002 vegna samanburðarrannsókna á veiddu svæði og óveiddu. Hins vegar kom í ljós fljótlega að það var ekki samanburðarhæft og hafa engar samanburðarrannsóknir verið gerðar. Nú er ekki vitað af hverju svæðið er friðað...þetta er ekki grín. SKOTVÍS býst við að tillögurnar fái faglega umfjöllun og taki mið af bestu fáanlegri þekkingu,“ segir í færslunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.