Skólabörn í Blönduskóla fengu fulltrúa frá slökkviliðinu í heimsókn
Á heimasíðu Blönduskóla á Blönduósi segir af því að nemendur í þriðja og fjórða bekk hafi síðastliðinn föstudagsmorgun fengið heimsókn frá Ingvari slökkviliðsstjóra og Birnu slökkviliðsmanni en Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna.
Markmiðið með heimsókninni og átakinu er að hvetja til varkárni í umgengni við eld og vekja athygli á eldvarnabúnaði sem hverju heimili er nauðsynlegur; svo sem reykskynjara, eldvarnarteppum og slökkvitækjum. Heimsóknir í 3. bekk grunnskólanna eru liður í átakinu.
Börnin fengu að gjöf söguna um Loga og Glóð og Brennu-Varg en í sögunni er að finna allar upplýsingar sem þarf til að leysa Eldvarnagetraunina. Börnin geta skilað inn getrauninni til 11.janúar 2022 og í framhaldinu verður dregið úr réttum lausnum en vegleg verðlaun eru í boði.
Heimild: Blönduskóli.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.