Skagaströnd tekur við fasteignum FISK-Seafood
Skagaströnd.is greinir frá því að Sveitarfélagið Skagaströnd hefur tekið við fasteignum FISK-Seafood í bænum en samningur þess efnis var undirritaður 17. mars sl. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði sem hýsti áður gömlu rækjuvinnsluna, síldarverksmiðjuna á hafnarsvæði ásamt skrifstofuhúsnæði sem hýsir Greiðslustofu Vinnumálastofnunar og skrifstofu sveitarfélagsins.
Með breytingu á eignarhaldi skapast ýmis sóknarfæri fyrir sveitarfélagið til þess að stuðla að uppbyggingu og styrkingu innviða ásamt því að hlúa að þeirri mikilvægu starfsemi sem nú þegar er starfrækt á Skagaströnd.
Fyrsta verkefnið sem er á teikniborðinu hjá sveitarfélaginu er að búa 26 starfsmönnum Greiðslustofu Vinnumálastofnunar á Skagaströnd betri aðbúnað á Túnbrautinni. „Mikilvægi þeirrar starfsemi hefur heldur betur sýnt sig á Covid tímum, en starfsfólk býr yfir gríðarlega mikilvægri þekkingu og reynslu.“
Sjá nánar á Skagaströnd.is >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.