Silfurbergskristallar úr Helgustaðanámu – Vísindi og grautur
Á morgun, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 11, flytur Kristján Leósson erindið „Áhrif silfurbergs frá Helgustöðum í Reyðarfirði á þróun náttúruvísindanna“ í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur. Erindið fer fram á zoom og er öllum opið.
Á Facebooksíðu skólans segir að á meðal merkustu framlaga Íslands til vestrænnar menningar má telja silfurbergskristalla úr Helgustaðanámu við Reyðarfjörð. „Silfurberg frá Íslandi gegndi lykilhlutverki í þróun náttúruvísinda, allt frá 17. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar. Stórir og tærir silfurbergskristallar voru ómissandi hjálpartæki í rannsóknum í kristallafræði, efnafræði, eðlisfræði og fleiri sviðum. Yfir 250 ára tímabil fundust slíkir kristallar aðeins á þessum eina stað í heiminum.“
Slóð á viðburðinn má finna HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.