Síðasti Feykir ársins veglegur að vanda

Hér sést ritstjóri Feykis vinna við að pakka síðasta blaði ársins. MYND: ÓAB
Hér sést ritstjóri Feykis vinna við að pakka síðasta blaði ársins. MYND: ÓAB

Í dag rann úr prentvél Nýprents síðasti Feykir ársins 2021 og er blaðið þegar farið í dreifingu. Um er að ræða svokallað jólakveðjublað og blaðið því yfirfullt af jólakveðjum, auglýsingum og vonandi efni sem glatt getur lesendur.

Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni má nefna að Kristbjörg Kemp segir frá því hvað hún er með á prjónunum, Ástrós Elísdóttir á Skagaströnd segir frá bók sinni Jól undir Spákonufelli og Kristín Kolka Bjarnadóttir segir frá lífi brottflutts í Belgíu. Íþróttagarpurinn er hestamaðurinn Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, þá er frásögn Guðna Ágústssonar af ótrúlegu ævintýri Valdarássbóndans og loks er Amber Michel, markvörður Stólastúlkna, tekin tali. Fastir þættir eru á sínum stað og aðdáendur jólakrossgátunnar verða ekki sviknir. Tilnefndir í valinu á Manni ársins á Norðurlandi vestra eru kynntir lesendum en kosning hefst nk. föstudag á hádegi.

Glaðlega forsíðumyndina tók Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri Varmahlíðarskóla af nemendum skólans að ná í jólatré í Reykjarhólsskóg.

Feykir kemur næst út 5. janúar 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir