Rof á fjarskiptasambandi ógn við starfsemina
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
05.03.2025
kl. 11.51
Húnahornið segir frá því að Vinnumálastofnun, sem rekur þjónustuskrifstofur um land allt, m.a. á Hvammstanga og Skagaströnd, líti rof á fjarskiptasambandi á þessum svæðum sem verulega ógn við starfsemi stofnunarinnar. Starfsstöðvarnar tvær í Húnavatnssýslum sjá um afgreiðslu og greiðslu fæðingarorlofs og atvinnuleysistrygginga en á síðustu misserum hafa komið upp atvik tengd fjarskiptasambandi, bæði á Hvammstanga og Skagaströnd. Auk þess hafa komið upp atvik er ollu langvarandi rafmagnsleysi á svæðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.