Rekstur skilaði afgangi hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd
Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar þann 19. maí sl. voru ársreikningar sveitarsjóðs og stofnana þess fyrir árið 2019 lagðir fram til seinni umræðu. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 22,8 milljónir króna en árið 2018 var hún einnig jákvæð, þá um 16,5 milljónir.
Tekjur A-hluta voru 587 milljónir króna og rekstrargjöld án afskrifta námu rúmlega 571,6 milljónum. Rekstur A-hluta fyrir afskriftir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld var því jákvæður um 15,3 milljónir. Rekstrarniðurstaða A-hluta að teknu tilliti til fjármunatekna og afskrifta var neikvæð um 2,8 milljónir króna.
Heildareignir sveitarfélagsins námu í árslok 1.831,1 milljón króna og var eigið fé 1.347 milljónir. Langtímaskuldir sveitarfélagsins námu 229,9 milljónum og tilheyra þær eingöngu félagslegum íbúðum. Engin ný lán voru tekin á árinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.