Polio Plus dagurinn er í dag
Í dag 24. október er dagur Polio Plus um allan heim. Rótarýhreyfinginn setti sér það markmið að útrýma lömunarveiki í heiminum og hefur fengið alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar með sér í lið. Frá árinu 1988 hefur þetta verið langstærsta verkefni Rótarýhreyfingarinnar til þessa en í ágúst sl. náðist sá stóri áfangi að losa Afríku við þessa veiki.
Á heimasíðu Landlæknis kemur fram að mænusótt (Polio, lömunarveiki) sé smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.
Frá því að byrjað var að bólusetja gegn sjúkdómnum árið 1955 hefur náðst mikill árangur og hefur nánast tekist að útrýma sjúkdómnum úr heiminum. Samt sem áður ógnar mænusótt enn ungum börnum í fátækari löndum þar sem aðgengi að bóluefni er takmarkað.
Nánar má fræðast um verkefnið HÉR eða á meðfylgjandi myndbandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.