Opið fyrir umsóknir til þróunarverkefna í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju
Nú er hægt að senda inn umsókn í afurd.is fyrir þróunarverkefni búgreina, umsóknarfresturinn er til 2. október.
Þeim fjármunum sem úthlutað er í verkefninu er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í þremur búgreinum: Nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju.
Styrkþegar geta verið allskonar. Einstaklingar, rannsóknarhópar, háskólar, rannsóknarstofnanir, félög, jú eða fyrirtæki.
Verkefni í nautgriparækt sem eru styrkhæf er þau sem talið er að styrki íslenska nautgriparækt og feli í sér rannsóknir og þróunarverkefni.
Styrkhæf verkefni í sauðfjárrækt eru þau sem talið er að styrki íslenska sauðfjárrækt og falli undir kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í greininni.
Í garðyrkju eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska garðyrkju og falla undir ráðgjafaverkefni, kynningaverkefni, rannsókna- eða tilraunaverkefni, vöruþróunarverkefni, verkefni sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og endurmenntunarverkefni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.