Ólöf Lovísa ráðin atvinnuráðgjafi hjá SSNV

Á dögunum auglýsti SSNV eftir atvinnuráðgjafa með áherslu á nýsköpun og bárust alls 20 umsóknir um starfið. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að úrvinnslu umsókna sé lokið og var Skagfirðingurinn Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir ráðin í starfið.

Jafnframt segir í frétt SSNV að Ólöf sé með Msc. próf í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands og Bsc. próf í hagfræði frá sama skóla. Ólöf er stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Greenfo og hefur í tengslum við þá vegferð mikla þekkingu og reynslu af rekstri, áætlanagerð, stafrænum miðlunarleiðum, styrksumsóknum og stoðkerfi nýsköpunar almennt. Hún hefur víðtæka verkefnastjórnunarreynslu úr störfum sínum sem sérfræðingur í umhverfisdeild Landsvirkjunar og við verkefnavinnu og gagnavinnslu fyrir Center Hotels. Ólöf mun hefja störf á næstu vikum.

Ólöf Lovísa ólst upp á Sauðárkróki, dóttir Jónínu Daníelsdóttur hjúkrunarfræðings og Jóhanns Ingólfssonar verkefnastjóra hjá Farskólanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir