Ný göngubrú í Hrútey

Mynd af blonduos.is.
Mynd af blonduos.is.

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar tók fyrir á dögunum erindi frá Blönduósbæ um byggingar- og framkvæmdarleyfi fyrir göngubrú yfir í Hrútey.

Samkvæmt fundargerð felst framkvæmdin í því að steypa undirstöður fyrir brúna, koma stálgrind frá 1897 fyrir á undirstöðunum, smíða nýtt brúargólf úr timbri og koma fyrir handriði á brúnni. Fyllt verður að brúarstöplum beggja vegna og brúin tengd við núverandi gönguleiðir beggja vegna. Í lok framkvæmdarinnar verður núverandi göngubrú fjarlægð en fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag á svæðinu.

Á vef Blönduóssbæjar kemur fram að nýja brúin í Hrútey sé í raun gamla Blöndubrúin, sem vígð var 1897 en 1962 var hún svo flutt fram í Svartárdal og brúaði þar Svartá við Steinárbæina og stóð þar í tæp 40 ár. „Brúin var aftur flutt á Blönduós og hefur nú fengið yfirhalningu og mun þjóna nýjum tilgangi sem göngubrú yfir í Hrútey og mun brúin verða tengd gönguleiðum beggja vegna og að lokum verður núverandi göngubrú fjarlægð,“ segir á blonduos.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir