North West Hotel & Restaurant opnar í dag eftir óvænta snjókomu innandyra

Útidyrahurðin á North West Hotel & Restaurant í Víðigerði sprakk upp í óveðrinu sem geisaði aðfararnótt mánudags en sterkur vindurinn stóð beint upp á hana. Myndir af Facebook-síðu North West Hotel & Restaurant.
Útidyrahurðin á North West Hotel & Restaurant í Víðigerði sprakk upp í óveðrinu sem geisaði aðfararnótt mánudags en sterkur vindurinn stóð beint upp á hana. Myndir af Facebook-síðu North West Hotel & Restaurant.

„Hreinsunarstörf hafa gengið vel og vonandi sluppum við við meiriháttar skemmdir. Það kemur betur í ljós á næstu dögum,“ segir í færslu á Facebooksíðu North West Hotel & Restaurant í Víðigerði í Húnaþingi vestra en þar sprakk útidyrahurðin upp í óveðrinu sem gekk yfir landið aðfararnótt mánudags. Til stendur að opna veitingastaðinn seinna í dag.

„Við viljum þakka Björgunarsveitinni Húnum fyrir að koma í snarvitlausu veðri um nótt og loka hurðinni hjá okkur. Það er líka gott að eiga góða nágranna sem að komu og mokuðu snjónum út með okkur og starfsfólkið búið að standa sig vel frábærlega í ömurlegum aðstæðum,“ segir ennfremur í færslunni.

Búið er að moka snjó og hreinsa upp
bleytu enda stendur til að opna
veitingastaðinn seinna í dag.

Hreinsunarstörf hafa gengið vel og vonandi sluppum við við meiriháttar skemmdir. Það kemur betur í ljós á næstu dögum.

Til stóð að opna veitingastaðinn síðdegis í gær eftir nokkurra vikna lokun en veðrið setti heldur betur strik í þann reikning en til stendur að opna klukkan 17 í dag.

Slæmt veður var á landinu öllu og voru björgunarsveitir í startholunum ef aðstoðarbeiðnir bærust enda hafði Veðurstofan gefið út appelsínugular veðurviðvaranir. Svo virðist sem veðrið hafi verið hvað verst í Húnaþingi vestra hvað Norðurland vestra varðar en engin útköll urðu hjá öðrum sveitum svæðisins umræddan óveðursnótt og morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir