Næmi fyrir riðu rannsakað í arfgerðum geita

Mynd: geit.is
Mynd: geit.is

Nú nýlega fengu Landsbúnaðarháskóli Ísands (Lbhí) og Geitfjárræktarfélag Íslands styrk frá erfðanefnd lanbúndaðarins til að gera arfgerðarrannsóknir á geitum. Bændablaðið greinir frá þessu.

Í nóvember á seinasta ári kom upp riða í Skagafirði og þurfti því að skera niður bústofna bæði sauðfjár og geitfjár, jafnvel þótt ekki hafi greinst riða í geitunum. Í rauninni hefur aldrei greinst riða í íslensku geitfé og er stofninn skilgreindur í útrýmingarhættu.

Markmið verkefnisins er því að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu geitastofnsins á arfgerðum sem tengjast næmi fyrir riðu.

Birna K. Baldursdóttir, lektor við Lbhí, telur að nýting sæðinga gæti orðið mikilvægur þáttur í að sporna við þeirri skyldleikarækt sem hrjáir geitastofninn. Samhliða því væri hægt að nota arfgerðarupplýsingar varðandi næmi fyrir riðu, til að velja hafra á sæðingastöð sem hafa lítið eða ekkert næmi fyrir riðu.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir