Mjög vel mætt á jólatónleika Tónlistarskóla A-Hún
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Mannlíf
10.12.2023
kl. 15.47
Tónlistarskóli Austur-Húnavatnssýslu hélt þrenna jólatónleika í liðinni viku. Hugrún Sif tónlistarskólastjóri tjáði Feyki að mæting á tónleikana hafi verið mjög fín en nemendur sem komu fram á tónleikunum voru á aldrinum 6-66 ára.
Fyrstu og aðrir tónleikarnir fóru fram í Blönduóskirkju en þar komu fram söngnemendur annars vegar og hins vegar hljóðfæranemar skólans með búsetu í Húnabyggð. Á fimmtudag voru það síðan nemendur skólans á Skagaströnd og í Skagabyggð sem komu fram í Hólaneskirkju á Skagaströnd.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá tónleikunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.