Maí er nýr skoðunarmánuður fyrir ferðavagna, fornbíla og bifhjól
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.05.2022
kl. 14.58
Á heimasíðu Samgöngustofu er vakin athygli á reglugerðarbreytingu þar sem skoðun ökutækja í ákveðnum ökutækja- og notkunarflokkum hefur fengið nýjan skoðunarmánuð.
Nú skal framvegis færa húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki til skoðunar eins og þau hefðu 5 í endastaf skráningarmerkis, sem þýðir að skoðunarmánuðurinn er maí.
„Reglubundin skoðun ökutækja þar sem farið er yfir ástand og búnað er lögbundin, enda mikilvæg fyrir umferðaröryggi. Samgöngustofa hvetur því eigendur ofangreindra ökutækja að huga að skoðun sem fyrst og fara þannig öruggari á göturnar og inn í sumarið,“ segir í frétt Samgöngustofu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.