Lilja Rafney tekur annað sæti VG í NV-kjördæmi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.05.2021
kl. 08.30
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna lýsti því yfir á landsfundi hreyfingarinnar í gær að hún ætli að taka sæti á lista í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Lilja Rafney bauð sig fram í oddvitasæti í forvali í apríl en varð að lúta í lægra haldi fyrir Bjarna Jónssyni, varaþingmanni og sveitarstjórnarmanni VG í Skagafirði.
Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að landsfundur hafi fagnað ákvörðun Lilju Rafneyjar með lófaklappi en hún er stofnfélagi í VG. Sagðist hún á fundinum, undir liðnum almennar stjórnmálumræður, vilja vinna áfram að góðum verkum fyrir hreyfinguna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.