Leitað að verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar
Markaðsstofa Norðurlands leitar að verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar sem ætlað er að vinna í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á Norðurlandi öllu að þróun og uppbyggingu áfangastaða. Tekið er fram að starfsstöð verði á Norðurlandi vestra í húsnæði SSNV á Hvammstanga.
Leitað er að skapandi einstaklingi með mikla skipulagshæfileika, framsýni og góðar hugmyndir og segir í auglýsingu frá MN að viðkomandi þurfi að hafa brennandi áhuga og góða þekkingu á markaðsmálum enda ætlað að sjá m.a. um framkvæmd og innleiðingu áfangastaðaáætlunar, stefnumótun, vöruþróun og nýsköpun í samstarfi við ferðaþjónustuna.
Nánari upplýsinga er hægt að afla sér á heimasíðum SSNV og Markaðsstofu Norðurlands en umsóknarfrestur um starfið er til 12. ágúst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.