Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586

Út er komin bókin Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586, eftir Lárus Ægi Guðmundsson þar sem rakin er saga kaupmennsku á Skagaströnd frá árinu 1586 en þá var gefið út verslunarleyfi handa Ratke Timmermann frá Hamborg.

Alla tíð síðan hefur verið verslun á Skagaströnd og um langan aldur var þar eini verslunarstaðurinn í Húnavatnssýslu. Bókin greinir frá kaupmönnum og verslunarfólki sem lengi starfaði á Skagaströnd í umboði Danakonungs. Síðar voru stofnaðar fjölmargar stórar og smáar verslanir, flestar um og eftir miðja 20. öld og koma þar margir einstaklingar við sögu.

Einnig er í bókinni að finna ágrip af sögu verslunarfélaga og kaupfélaga. Ýmislegt fleira fróðlegt er í bókinni svo sem siglingar, skipsströnd, samskipti kaupmanna og bænda fyrr á öldum og fjöldi áhugaverðra teikninga, málverka og ljósmynda frá fyrri tíð.

Að sögn Lárusar var útgáfa bókarinnar styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra en hægt er að panta hana á netfanginu lalligud@simnet.is og kostar 5000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir