Íbúar Húnavatnshrepps kusu sameiningarviðræður við Blönduósbæ
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
27.09.2021
kl. 08.49
Um leið og kosið var til Alþingis sl. laugardag, fór fram skoðunarkönnun á vegum sveitarstjórnar Húnavatnshrepps um hvort íbúar sveitarfélagsins vildu að farið yrði í sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Flestir sögðu já og var niðurstaðan afgerandi.
Á heimasíðu Húnavatnshrepps kemur fram að alls hafi 227 kjósendur tekið þátt í skoðunarkönnunni og þar af 39 utankjörfundar.
Kjörstjórn taldi atkvæði og niðurstaðan varð eftirfarandi:
Já sögðu 147 eða 64.75%
Nei sögðu 76 eða 33,48
Auðir voru 4 eða 1,76%.
Stefnt er að því að íbúar beggja sveitarfélaga kjósi um sameiningu þeirra í byrjun árs 2022 með það fyrir augum að kosið yrði til nýrrar sveitarstjórnar í maí 2022.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.