Íbúafundir í Austur-Húnavatnssýslu fara fram í maí og júní
Áætlað var að halda íbúafundi, vegna sameiningarkosninganna í Austur-Húnavatnssýslum, í Húnavatnshreppi og Skagabyggð í lok apríl, en þeim hefur nú verið frestað til loka maí og byrjun júní vegna aðstæðna og þróunar heimsfaraldursins. Á Húnvetningi.is segir að fundirnir muni fara fram að sauðburði loknum en kynningarbæklingi verður dreift í öll hús um miðjan maí.
Með fyrirvara um að aðstæður í samfélaginu leyfi verða íbúafundir haldnir á eftirfarandi stöðum:
Félagsheimilinu á Blönduósi. Miðvikudaginn 19. maí, kl. 20.00
Fellsborg á Skagaströnd. Fimmtudaginn 20. maí, kl. 20.00.
Húnavöllum í Húnavatnshreppi. Mánudaginn 31. maí, kl. 20.00.
Skagabúð í Skagabyggð. Þriðjudaginn 1. júní, kl. 20.00.
Íbúum er frjálst að sækja fundi á þeim stöðum og tímasetningum sem þeim best henta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.