Húnvetningar samþykktu sameiningu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
19.02.2022
kl. 22.15
Íbúar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps samþykktu í dag sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Þetta kemur fram á heimasíðu samstarfsnefndar, hunvetningur.is. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar.
Í Blönduósbæ var kjörsókn 64,5 prósent. Alls greiddu 411 atkvæði, en 637 voru á kjörskrá.
Já sögðu 400
Nei sögðu 9
Tveir kjörseðlar voru ógildir
Í Húnavatnshreppi var kjörsókn 82,78% prósent. Alls greiddu 250 atkvæði, en 302 voru á kjörskrá.
Já sögðu 152
Nei sögðu 92
Auðir og ógildir voru 6
Niðurstöður eru birtar með fyrirvara um lokaskil kjörstjórna til Hagstofu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.