Hefur þú kynnt þér Sóknaráætlun Norðurlands vestra?

Gildandi sóknaráætlun landshlutans var samþykkt haustið 2019 og gildir árin 2020-2024. Að vinnunni við gerð hennar komu vel á fimmta hundrað íbúar landshlutans bæði með þátttöku í vefkönnun sem og fundum sem haldnir voru víða um landshlutann.

Í áætluninni eru settar fram megin áherslur í þróun svæðisins byggt á fjórum megin málaflokkum, atvinnuþróun og nýsköpun, menningarmálum, umhverfismálum og menntamálum og lýðfræðilegri þróun. Áætlunin er leiðarljós við úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði landshlutans sem og við skilgreiningu áhersluverkefna.

Á heimasíðu SSNV er áætlunin aðgengileg ásamt upptöku á kynningu á henni. Í kynningunni er farið vel yfir hvað felst í sóknaráætlunarsamningum landshlutasamtaka við ríkið sem og hvað felst í áætlun okkar landshluta.

Einnig hefur verið sett upp mælaborð þar sem settar eru fram tölulegar upplýsingar um áætlunina.


Af Sóknaráætlun Norðurlands vestra má glöggt sjá að íbúar sjá fjöldamörg tækifæri til þróunar og eflingar landshlutans.

 /Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir