Harbour restaurant & bar opnar á Skagaströnd á morgun, 17. júní

Huggulegur staður
Huggulegur staður

Harbour restaurant & bar er staðsettur í gömlu iðnaðarhúsi á höfninni á Skagaströnd. Eigendur staðarins eru systkinin Stefán Sveinsson og Birna Sveinsdóttir ásamt mökum sínum þeim Hafdísi Hrund Ásgeirsdóttur og Slavko Velemir.

Í langan tíma hafði sárvantað veitingastað á Skagaströnd þannig að hjónin ákváðu að hætta að bíða og tóku málin í sínar hendur. Hugmyndin fæddist fyrir tveimur árum en framkvæmdir fóru af stað í lok árs 2020. Þar með létu þau sinn draum og annarra bæjarbúa rætast og opna veitingastaðinn Harbour restaurant & bar á morgun, þann 17. júní.

Matseðillinn á Harbour verður fjölbreyttur; smáréttir, fiskur, lambakjöt, salat, pizzur og hamborgarar. Lögð er mikil áhersla á að vinna mest með hreinar afurðir beint frá býli og bryggju. Í sumar verður staðurinn opinn á sunnudögum til fimmtudaga frá 11:30 til 21:00 og á föstudögum til laugardaga frá 11:30 til 01:00. Eldhúsið er opið alla daga til 20:30.

Sumarið leggst mjög vel í eigendur staðarins og þau hlakka til að opna Harbour restaurant & bar á morgun. Hægt er að panta borð á staðnum á facebook síðu þeirra.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir