Goðamótsskjöldurinn til Stólastúlkna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
09.03.2022
kl. 15.49
Goðamót 5. flokks kvenna fór fram í Boganum um nýliðna helgi og var þar mikið um dýrðir eins og alltaf á hinum sívinsælu Goðamótum en þetta var 68. mótið í Goðamótaröðinni sem hóf göngu sína árið 2003.
Þar tefldu hressar stelpur úr Tindastól, Fram, Hvöt/Kormák, Smára og Neista í fjórum liðum en alls tóku 40 lið frá tíu félögum þátt í mótinu að þessu sinni. Mótið gekk vel fyrir sig og var spilað stanslaust í Boganum frá klukkan 15-20 á föstudegi, 9-17 á laugardegi og 9-14 á sunnudegi.
Goðamótsskjöldurinn er veittur fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan og voru það stelpurnar í Tindastóli sem hlutu skjöldinn að þessu sinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.